Hildur, Letidýrið sjálft!

Ruglið mitt á netinu sem enginn nennir að lesa. Hmmm... eða hvað??

mánudagur, apríl 07, 2003

Ok, notkun á farsímum má dæma að sé komin út í öfgar. En hvað er það með að vera bara með farsíma gefið upp á fyrirtæki?? Ég þoli ekki solleis!! Þegar maður vill ná í eitthvað fyrirtæki og það er gefinn upp farsími. Ég vil helst ekki hringja í þá. Yfirleitt er líka bara svarað "Halló", en ekki "Fyrirtækið, góðan dag". Mér finnst það alltaf svo hallærislegt, það er eins og maður sé að hringja í einkasíma viðkomandi en ekki í fyrirtækið. Þegar fólk sér á símanum að þetta er númer sem það þekkir ekki, þá er þetta væntanlega fólk að hringja í bissness hugleiðingum og þá ætti að svara í símann á viðeigandi hátt. Jæja, ég vil s.s. hvetja alla þá sem eru með farsíma gefna upp sem númer fyrirtækis sem það er með að svara rétt í símann!! Það myndi létta áhyggjum mínum til muna!
Það er ótrúlegt hvað maður ætlar sér stóra hluti stundum. Setur fyrir sig eitthvað að gera, svo fellur maður alltaf á því. Tökum sem dæmi líkamsrækt. Ég er viss um að líkamsræktarsöðvarnar eru að græða á tá og fingri því fólk kaupir kort í röðum sem það notar svo aldrei. Eða réttara sagt notar rétt á meðan það man eftir því af hverju það ætlaði að stunda leikfimi, svo eftir einn til tvo mánuði er viljinn farinn útúm gluggann. Ég keypti mér t.d. kort í febrúar, fékk ágætis tilboð, 4 mánuði á verði 3ja. Sem er fínt, nema þeir vita sjálfsagt hvernig ég er og gera ráð fyrir því að ég noti kortið hvort sem er ekki í nema þrjá mánuði. Annars er maður alltaf með afsakanir, "jú, jú, ég ætla í leikfimi, ég hef bara ekki tíma". Kommon, ég er heimavinnandi húsmóðir, ég held ég hafi nógan tíma. En það er annað mál að geta ekki tekið barnið með sér í tímana. Svo ég ákvað að fara að taka þátt í "Í fínu formi" sem er alltaf á stöð 2 á morgnanna. Ég uppgötvaði að þessir þættir væru þegar stelpan fór að vakna það snemma að ég náði í rassgatið á Ísland í bítið. Fyrstu vikuna, var alltaf eitthvað annað sem lá á að gera, gefa stelpunni, var akkúrat að fá mér að borða, koma stelpunni útí vagn, fór í tölvuna í 10 mínútur sem entust svo óvart í 30 mínútur og missti því alltaf af þættinum. Oftast sat ég þó á sófanum með stelpuna hangandi framan á mér og horfði á fólkið púla. Nú, svo eftir nokkra svoleiðis daga passaði allt akkúrat, stelpan nýkomin út í vagn og ég ekki að borða, svo ég ákvað að taka mig til og aldeilis taka á því með sjónvarpinu. Búin að færa hægindastólinn frá og sófaborðið alveg upp að sófanum svo ég hefði ábyggilega nóg pláss fyrir allt hoppið og lætin. Þátturinn byrjaði og leiðbeinandinn sagði "Í dag ætlum við að taka teygjur", TEYGJUR!!! Nú loksins þegar ég var komin í gírinn og tilbúin að næla mér í hreyfingu, mátti ég sækja teppi og leggjast á gólfið og teygja skankana í allar áttir. Þessu átti ég nú síst von á! "Jæja, ég verð þá bara með í púlinu á morgun" hugsaði ég. Síðan þá eru liðnar 4 vikur og ég hef ekki enn tekið þátt í einum einasta þætti!!