Hildur, Letidýrið sjálft!

Ruglið mitt á netinu sem enginn nennir að lesa. Hmmm... eða hvað??

föstudagur, júlí 23, 2004

Föstudagur!!!!
Það verður gott að komast í helgarfrí, þó að ég muni sakna mannsins, sem verður einhvers staðar á austurlandi meiri hlutann af tímanum.

Friends ævintýrið hélt áfram í gær. Ég er búin að horfa næstum á allar seríur 1-3 og fékk seríur 4 og 5 hjá Rósu í gær. Svo nú er bara að hella sér í ólöglegheitin!

Hmmm... kannski ætti ég að vera með smá Friends gullkornahorn?

"If you're not there, it's just me showing up with empty trays, demanding to get paid!"
Pheobe við Monicu þegar Monica ætlaði að hætta í veisluþjónustubransanum og sagði Pheobe að hún þyrfti ekki á sér að halda.

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Jeddúdamía
hvað veðrið er gott. Nú er ég svekkt að vera að vinna sumarvinnu. Ég þarf bara að þrauka þessa viku og þá er ég bara hálfan daginn í næstu viku. Vona að veðrið verði líka gott þá. Svo tekur við tveggja vikna frí, Jibbí!

Ég var að horfa á Friends í gær og ég lá í kasti í sófanum. Sumir brandararnir hans Chandlers eru alveg brillíant: "Joey, you have to stop the q-tip when there's resistance!" Garg ég hélt ég yrði ekki eldri!!

miðvikudagur, júlí 21, 2004

OMG
Sumarið er hálfnað!!! Hvað verður eiginlega af tímanum? Nú sit ég fyrir framan tölvuna á svona yndislegum degi og kemst ekki út fyrr en kl. 4. Tölvukennslan er nú ágætt starf, krakkarnir sjá mikið um sig sjálf og þau hafa brennandi áhuga á þessu. Hvernig ætli elsti hópurinn verði svo í ágúst?

16 dagar í Halldóru!!!