Hildur, Letidýrið sjálft!

Ruglið mitt á netinu sem enginn nennir að lesa. Hmmm... eða hvað??

föstudagur, janúar 28, 2005

Hvað er betra

en að fá góða gesti til sín á föstudagskvöldi og spila Scrabble??

sunnudagur, janúar 23, 2005

Ég á bol

með áletruninni: "I can resist everything except temtation"

ó, how true!!

Saumaskapur

á greinilega ekki við mig. Þó ég geri mér það í hugarlund að ég sé mjög klár í höndunum, þá verð ég víst að fara að sætta mig við að hæfileikar mínir liggja á öðrum sviðum. Ég ákvað að taka mig til og sauma teygju á snjóbuxur dótturinnar, til að hægt sé að setja teygjuna undir skó og koma þannig í veg fyrir að buxurnar renni upp, svo dótturinni verði ekki kalt á kálfunum. Jæja, þó þetta sé ekki mikið verk og eins og mamma sagði "tekur enga stund að stinga nokkur spor", þá tók það mig samt um klukkutíma. Þegar ég var búin að byrja einu sinni og rekja það upp, (því ég hafði greinilega gert ráð fyrir því að skórnir sneru beint út á hlið) sá ég að útkoman varð eins og við var að búast: vita gagnslaus. Þrátt fyrir að ég hefði mælt, að ég hélt nákvæmlega, hversu löng teygjan þyrfti að vera, þá er hún samt svo löng að hún gerir lítið gagn. Buxurnar eru komnar upp að mjöðm áður en teygjan tekur í!

Samt býst fólk við að maður geti bara gert svona einfalda hluti án þess að hafa fyrir því.