Hildur, Letidýrið sjálft!

Ruglið mitt á netinu sem enginn nennir að lesa. Hmmm... eða hvað??

föstudagur, september 10, 2004

Ahhh, þetta er betra

Nú er allt annað líf! Nú get ég endalaust velt mér uppúr fyrirsögnum á póstana mína. Kannski ætti ég að koma með pósta með fyrirsagnir eins og:

"Háskaleikur næturinnar"

eða

"Barist um bílastæði"
Ég gæti ábyggilega búið til fínustu hryllingssögu úr þessum fyrirsögnum.
Núhú!
Þetta skemmtilega blogg kerfi virðist gera upp á milli manneskja! Ég skildi ekkert í því af hverju ég fæ ekki upp línu til að setja titil á hvern póst hjá mér. Ég hélt að það væri tengt templeitinu sem ég valdi, en nú sé ég að Silla pilla, svonakona er með sama templeit og hún virðist geta sett fyrirsagnir. Hmmm... ég þarf greinilega að fara að rýna í uppsetninguna á blogginu mínu og reyna að finna út hvað ég geti gert í þessu.

Ó, já, ég þarf líka greinilega að skella inn link á nýja bloggið mitt, en eitt verkefnið í skólanum þessa önnina er að halda blogg, en annars er það hér.

miðvikudagur, september 08, 2004

GARG aldarinnar !!!!

Á ég að nenna að segja þessa sögu einu sinni enn? Já, verður maður ekki að henda henni hér inn? Við Halldóra fórum út á lífið sem smá kveðjustund á föstudag fyrir næstum 2 vikum, þ.e. þann 27. ágúst. Eftir ágætt kvöld og mikinn dans voru fætur farnir að þreytast og garnir farnar að gaula. Þá var stefnan tekin niður á Lækjartorg og fundum við þennan fína bíl sem selur samlokur og hamborgara, ein samloka í munn, takk!

Eftir gæða samloku tókum við eftir, okkur til mikillar ánægju, að engin leigubílaröð var. Þá var næsti leigubíll gripinn og haldið af stað til Halldóru. Ekki varð sú leigubílaför til mikils gamans, því leigubílstjórinn sá sér ekki fært að stoppa á öllum rauðum ljósum og endaði förin því á öðrum leigubíl og að lokum á götuvita. Báðir bílar ónýtir og við Halldóra báðar handleggsbrotnar.

Ég fór nú víst eitthvað betur út úr þessu en Halldóra, en við vorum að sjálfsögðu hvorugar í belti, en þar sem Halldóra sat í miðjunni kastaðist hún úr aftursætinu í framrúðuna en ég sat hægra megin afturí og endaði bara á framsætinu. Mitt handleggsbrot var verra en hennar, ég brotnaði á upphandlegg vinstri handar. Beinið klofnaði upp og ég þurfti að leggjast inn og fara í uppskurð þar sem plata og skrúfa/ur voru sett í hendina á mér. Halldóra fékk sprungu í framhandlegg vinstri handar og var gipsuð strax á slysó frá öxl og niður fyrir úlnlið. Hún fékk líka högg á höfuð og mikla marbletti og bólgur á báða fótleggi. Ég er með einn smá marblett á öðrum sköflung og ekki mikið meira.

Já, svona var nú það!