Hópaflokkun
Ég rak augun í spurningu aftan á 24 stundum áðan, þar stóð "Stendur reykingafólk alltaf saman?" og ég fór að velta vöngum yfir þessari tilhneigingu mannfólksins að raða sér í flokka. Fólk samsamar sér með einhverjum af því að þeir eiga eitthvað sameiginlegt, eins og t.d. reykingar. Skrítið hvað þetta getur verið ríkt í manni, maður virðist geta talað frjálslegar við einstakling ef maður sér að maður á eitthvað sameiginlegt með viðkomandi, þó það sé eitthvað álíka ómikilvægt eins og reykingar. Nú reyki ég ekki, en get samt sett mig í þessi spor. Þú ert frekar opinn fyrir að kynnast einhverjum af því hann gerir eitthvað, býr einhvers staðar eða á eitthvað svipað/eins og þú. Ég sé það alveg fyrir mér að maður fer miklu frekar að tala við einhvern ókunnugan úti í reykingarpásu á bar en maður myndi gera inni á barnum, þó þú sætir við hliðina á viðkomandi.
Af hverju ætli þetta sé? Nú er ekki eins og fólk þurfi að vera líkt að öðru leyti, eða að það hafi sömu áhugamál, sömu skoðanir á stjórnmálum eða svipuð lífsgildi þó þessi eini hlutur sé sameiginlegur. Samt finnum við þörf fyrir að blanda frekar geði við þetta fólk sem hefur einhvern svona augljósan en yet trivial hlut sameiginlegan.
Af hverju ætli þetta sé? Nú er ekki eins og fólk þurfi að vera líkt að öðru leyti, eða að það hafi sömu áhugamál, sömu skoðanir á stjórnmálum eða svipuð lífsgildi þó þessi eini hlutur sé sameiginlegur. Samt finnum við þörf fyrir að blanda frekar geði við þetta fólk sem hefur einhvern svona augljósan en yet trivial hlut sameiginlegan.