Hildur, Letidýrið sjálft!

Ruglið mitt á netinu sem enginn nennir að lesa. Hmmm... eða hvað??

þriðjudagur, ágúst 17, 2010

Letidýr hvað?

Ég þarf svo mikið að tjá mig, að ég ákvað að búa til nýja færslu á þessu bloggi, sem þó hefur ekki verið í notkun í nokkur ár! Og þegar ég byrja virðist ég vera södd á tjáningu í bili. Jæja, ég er alla vega að gera heiðarlega tilraun til þess að vera ekki lengur letidýr, byrjuð í ræktinni og er bara búin að vera á fullu þar! Mikið vildi ég samt að sumarið væri aðeins lengra. Ég er ekki að nenna að fá eitthvað haustveður, vildi miklu frekar fá sól og sumaryl.

Á dagskránni á næstunni er svo Londonarferð okkar hjóna. Note to self, ekki stíga uppí leigubíl síðustu dagana fyrir ferð! Þar að auki erum við hjón farin að huga að því að komast til USA og vonum að það gangi á næsta ári. Pabbi hans Rikka verður sjötugur á næsta ári og hugmynd var uppi um að þeir bræður myndi fara með honum í einhverja stutta utanlandsferð. Kristján kom með þá hugmynd að fara á flugsýningu í Oshkosh, en það er náttúrlega aðeins meira ferðalag og örugglega dýrara. Spurning hvort hægt sé að sameina það eitthvað okkar ferð til Halldóru.