Hildur, Letidýrið sjálft!

Ruglið mitt á netinu sem enginn nennir að lesa. Hmmm... eða hvað??

mánudagur, ágúst 16, 2004

Ahhhhh

Nú erum við Halldóra sko búnar að hafa það gott saman. Nánast óaðskiljanlegar og strax komnar aftur í sama vinafílinginn. Við kíktum aðeins á Sólon á laugardaginn og síðasta laugardag, HA? Ó, já, rólega heimilisfrúin bara úti um hverja helgi. Þetta gerist nú ekki í hverjum mánuði! En það eru myndir til að sanna þetta!!! Ég hjálpaði Halldóru svo að skipta um skoðun um að fara til Ísafjarðar um helgina og var mjög fegin að hafa vinkonu mína bara hjá mér. Svo er bara spurningin hvort ég nái að sannfæra hana um að fara ekki norður um næstu helgi.

Annars byrjaði ég að vinna aftur í dag. Síðasta vinnuvikan í sumar. Það verður fínt, þetta er nefninlega ekki leiðinlegt, en það verður gott að vera búin með þetta. Litla prinsessan byrjaði líka hjá dagmömmunni aftur í dag og það þýðir að ég eigi næstu viku ALVEG í fríi, fæ jafnvel að sofa út!! En verkefnin eru að panta klippingu (þ.e. aðallega litun, því klippingin var víst framkvæmd á föstudag), fara til tannlæknis (ætli maður komist að með viku fyrirvara?) og fara að skoða nokkra leikskóla. Ég held að litla daman sætti sig ekki við dagmömmu öllu lengur, sérstaklega þegar allir krakkarnir nema 3 (af 10) fara á leikskóla.

Já, og svo eru bara tæpar 2 vikur í UK ferð!! Vúhú ég hef lítið getað hugsað um að hlakka til síðan Halldóra kom, allir dagar fara í að hitta hana og skipuleggja næsta hitt. En það minnir mig á að við þurfum nauðsynlega að stækka bílinn okkar. 5 manna fjölskyldutryllitækið okkar rúmar ekki svo vel 3 fullorðna og 2 börn, hvað þá ef fleiri ætla að fara að troða sér inn!

Á einhver 7 manna draum sem hann vill selja-elja-lja-ja-a, nei ég hélt ekki.