Spennan lá í loftinu, myndi þessi fyrsta keppni vera eins og all margar keppnir síðasta tímabils þar sem engin keppni var í raun í gangi? Það mátti í raun kalla síðasta tímabil ókeppni! Mundum við þurfa að sitja yfir einni svona ókeppni aftur? Bílarnir þutu af stað, rauði nasistinn (eins og maðurinn minn vill kalla hann) á ráspól og helstu keppinautar hans þar á eftir. Eftir ókeppni síðasta tímabils fór áhugi minn á þýska goðinu dalandi og var ég farinn að halda með bróður hans, sem mér þykir þó helst til mikil skræfa til að vera að taka þátt í svona sporti, sporti þar sem hreðjarnar þurfa að vera á réttum stað. Brasilíu maðurinn Barrichello var fyrstur til að detta úr keppni, óheppnin virðist oft elta hann á röndum. Bílar keyrðu útaf hver á fætur öðrum, alvöru keppni þetta!! Framúrtökur, aðallega vegna tilstuðlan þjónustuhléa og öryggisbíllinn sendur út!! Þetta leit út fyrir að vera keppni eins og þær gerðust bestar þegar við byrjuðum að hafa áhuga á þessum leik. Í lokinn hafði Schumacher hinn eldri ekki einu sinni komist á verðlaunapall, en það hefur ekki gerst síðan 2001. Við hjónin vorum mjög kát með þessi úrslit og þó liðið sem ég held síst með hafi átt tvo menn á pallinum, sá ég ástæðu til að fagna; Formúlan er komin aftur!! Ekkert meira Ferrari veldi og ég get aftur farið að halda með þeim með góðri samvisku!
sunnudagur, mars 09, 2003
Formúlan byrjuð!! Jibbí jei! Nú getum við, sportáhugaleysingjarnir sem við hjónin erum, tekið gleði okkar á ný, því aðra hverja helgi næstu mánuði mun þrumugnýr véla formúlu bílanna berast úr hátölurunum okkar og barnið sett út á svalir að sofa miskunnarlaust. Þar sem nýjar reglur þessa visælasta sports heimilisins rugla okkur ennþá í ríminu, horfðum við (aðallega ég) ekki á tímatökur helgarinnar, en settumst þó tvíefld yfir endursýningu keppnarinnar í sunnudagshádegi. Stelpan var sett á spenann og það var varla að við hefðum tíma til að ná henni af þegar hún var búin til þess að klæða hana í föt, skella henni í vagninn og út á svalir!! Svo hófust herlegheitin.
Spennan lá í loftinu, myndi þessi fyrsta keppni vera eins og all margar keppnir síðasta tímabils þar sem engin keppni var í raun í gangi? Það mátti í raun kalla síðasta tímabil ókeppni! Mundum við þurfa að sitja yfir einni svona ókeppni aftur? Bílarnir þutu af stað, rauði nasistinn (eins og maðurinn minn vill kalla hann) á ráspól og helstu keppinautar hans þar á eftir. Eftir ókeppni síðasta tímabils fór áhugi minn á þýska goðinu dalandi og var ég farinn að halda með bróður hans, sem mér þykir þó helst til mikil skræfa til að vera að taka þátt í svona sporti, sporti þar sem hreðjarnar þurfa að vera á réttum stað. Brasilíu maðurinn Barrichello var fyrstur til að detta úr keppni, óheppnin virðist oft elta hann á röndum. Bílar keyrðu útaf hver á fætur öðrum, alvöru keppni þetta!! Framúrtökur, aðallega vegna tilstuðlan þjónustuhléa og öryggisbíllinn sendur út!! Þetta leit út fyrir að vera keppni eins og þær gerðust bestar þegar við byrjuðum að hafa áhuga á þessum leik. Í lokinn hafði Schumacher hinn eldri ekki einu sinni komist á verðlaunapall, en það hefur ekki gerst síðan 2001. Við hjónin vorum mjög kát með þessi úrslit og þó liðið sem ég held síst með hafi átt tvo menn á pallinum, sá ég ástæðu til að fagna; Formúlan er komin aftur!! Ekkert meira Ferrari veldi og ég get aftur farið að halda með þeim með góðri samvisku!
Spennan lá í loftinu, myndi þessi fyrsta keppni vera eins og all margar keppnir síðasta tímabils þar sem engin keppni var í raun í gangi? Það mátti í raun kalla síðasta tímabil ókeppni! Mundum við þurfa að sitja yfir einni svona ókeppni aftur? Bílarnir þutu af stað, rauði nasistinn (eins og maðurinn minn vill kalla hann) á ráspól og helstu keppinautar hans þar á eftir. Eftir ókeppni síðasta tímabils fór áhugi minn á þýska goðinu dalandi og var ég farinn að halda með bróður hans, sem mér þykir þó helst til mikil skræfa til að vera að taka þátt í svona sporti, sporti þar sem hreðjarnar þurfa að vera á réttum stað. Brasilíu maðurinn Barrichello var fyrstur til að detta úr keppni, óheppnin virðist oft elta hann á röndum. Bílar keyrðu útaf hver á fætur öðrum, alvöru keppni þetta!! Framúrtökur, aðallega vegna tilstuðlan þjónustuhléa og öryggisbíllinn sendur út!! Þetta leit út fyrir að vera keppni eins og þær gerðust bestar þegar við byrjuðum að hafa áhuga á þessum leik. Í lokinn hafði Schumacher hinn eldri ekki einu sinni komist á verðlaunapall, en það hefur ekki gerst síðan 2001. Við hjónin vorum mjög kát með þessi úrslit og þó liðið sem ég held síst með hafi átt tvo menn á pallinum, sá ég ástæðu til að fagna; Formúlan er komin aftur!! Ekkert meira Ferrari veldi og ég get aftur farið að halda með þeim með góðri samvisku!
Gærkvöldið var fínt, fór á kjaftakvöld með tveimur vinkonum. Stelpan svaf vel og ég vaknaði því á floti, gott að fá nætursvefn.
laugardagur, mars 08, 2003
Rykheimar:
Jæja, nú er ég alveg búin að staðfesta það, ég á heima í Rykheimum 6. Ég hefði aldrei getað trúað því hvað ryk er fljótt að safnast upp, áður en við fluttum í þessa annars frábæru íbúð. 56 fermetra Kópavogsíbúðin okkar hlýtur að hafa komið með rykfríu parketi (rykfrítt=ryklítið). Pergó parketið sem er hér um öll gólf virðist þola háa hæla mjög vel, ætli það sé kannski útaf þykku ryklagi sem ver það? Mér finnst rykmoppan aldrei hanga á sínum stað inni í þvottahúsi, hún er um öll gólf, eða réttara sagt, ætti að vera það, hún kannski hangir ótrúlega mikið á sínum stað miðað við notkunina sem á henni ætti að vera. Það er svo annað mál tengt þessu að mig langar í klippingu!! Hvernig getur það verið tengt þessu, spyrð þú, ja, þannig er mál með vexti að ég er alveg viss um að hárlosið sem ég er að ganga í gegnum þessa daga á sinn part í þessu rykframboði sem er hérna. Niðurfallið í sturtunni stíflast í hvert sinn sem ég fer í sturtu, það leiðir af sér að heimiliskonan þorir orðið varla í sturtu, fötin mín eru eins og mér vaxi löng hár alls staðar á líkamanum, þá helst á bakinu, og undir höndunum!!! Af hverju safnast hárið undir hendurnar á manni?? Jæja, svo hrinur þetta af mér útum alla íbúð og flækist um gólfin og grípur hvert einasta rykkorn í sig sem það getur, ergo fullt af rykhnoðrum. Ég sé því að það er aðeins ein lausn við rykvandamáli heimilisins og það er að fara í klippingu!!!
Jæja, nú er ég alveg búin að staðfesta það, ég á heima í Rykheimum 6. Ég hefði aldrei getað trúað því hvað ryk er fljótt að safnast upp, áður en við fluttum í þessa annars frábæru íbúð. 56 fermetra Kópavogsíbúðin okkar hlýtur að hafa komið með rykfríu parketi (rykfrítt=ryklítið). Pergó parketið sem er hér um öll gólf virðist þola háa hæla mjög vel, ætli það sé kannski útaf þykku ryklagi sem ver það? Mér finnst rykmoppan aldrei hanga á sínum stað inni í þvottahúsi, hún er um öll gólf, eða réttara sagt, ætti að vera það, hún kannski hangir ótrúlega mikið á sínum stað miðað við notkunina sem á henni ætti að vera. Það er svo annað mál tengt þessu að mig langar í klippingu!! Hvernig getur það verið tengt þessu, spyrð þú, ja, þannig er mál með vexti að ég er alveg viss um að hárlosið sem ég er að ganga í gegnum þessa daga á sinn part í þessu rykframboði sem er hérna. Niðurfallið í sturtunni stíflast í hvert sinn sem ég fer í sturtu, það leiðir af sér að heimiliskonan þorir orðið varla í sturtu, fötin mín eru eins og mér vaxi löng hár alls staðar á líkamanum, þá helst á bakinu, og undir höndunum!!! Af hverju safnast hárið undir hendurnar á manni?? Jæja, svo hrinur þetta af mér útum alla íbúð og flækist um gólfin og grípur hvert einasta rykkorn í sig sem það getur, ergo fullt af rykhnoðrum. Ég sé því að það er aðeins ein lausn við rykvandamáli heimilisins og það er að fara í klippingu!!!
Í kjölfar síðasta innleggs míns, verð ég að koma með mína eigin útgáfu af fullorðins athyglisbresti. Þessa dagana erum við hjónin að kynna fastan mat fyrir litlu prinsessunni okkar og af því tilefni safna ég mjólk í skeljar á meðan ég gef henni af öðru brjóstinu. Í vikunni settist ég sem oftar í sófann með skelina á öðru brjóstinu og barnið á hinu, stelpan drekkur vel og ég finn að það safnast ágætlega í skelina. Þegar Sara var búin að drekka var kominn tími á að setja hana í vagninn, svo ég sæki útifötin hennar og klæði hana í og skelli í vagninn. Þá tek ég eftir að hlustunartækið vantar, svo ég heyri nú ef gersemarnar kvarta af svölunum. Hlustunartækið var ennþá inni í svefnherbergi eftir gærkvöldið svo leið mín lá þangað. Þegar þangað var komið tek ég eftir óhreinni taubleiu, sem ég ákveð að grípa með mér fram. Hlustunartækið fór í vagninn en taubleian á öxlinni inn í þvottahús. Á leiðinni inn í þvottahús labba ég í gegnum eldhúsið og man að ég er ekki búin að borða neitt og er frekar svöng, taubleian var því sett á eldhúsborðið. Svo opna ég ísskápinn og sé þá alls konar mat (og matarafganga) sem var farið að lifa sjálfstæðu lífi, ég henti því og tók þá eftir að ruslið var fullt. Fatan var þá tekin út úr skápnum en ég var ennþá svöng svo ég ávað fyrst að útbúa mér heljarinnar samloku eftir kúnstarinnar reglum Jóa Fel og brauðuppskriftabók hans frá Hagkaupum. Á meðan ég borða finnst mér gaman að dunda eitthvað, svo ég ákvað að taka samlokuna inní tölvuherbergi og kíkja á spjallið mitt. Þar bíða mín 50 póstar sem endast miklu lengur en sá tími sem tekur að borða dýrindis samlokuna mína. Klukkutíma síðar eftir all marga pósta og svör fer ég með diskinn minn og glasið inn í eldhús, en sé að það er hreint í uppþvottavélinni og geng frá því áður en ég get sett óhreina diskinn minn í. Þá er best að athuga inní stofu hvort ekki leynist óhreint leirtau þar, og hvað rekst ég á? Brjóstaskelin á stofuborðinu með hálfsúrri mjólkinni í!! Taubleian var ennþá á eldhúsborðinu og ruslafatan á miðju gólfinu! Það gekk dálaglega þann daginn!
Þetta barst mér frá einni vinkonu minni og fannst mér þetta alveg tilvalið að setja hér inn:
Fullorðins athyglisbrestur:
Ég hef á seinni árum verið plöguð af alvarlegum sjúkdómi sem nýlega hefur
fundist greining á, en engin lækning við, enn sem komið er. Eftirfarandi er
lýsing á dæmigerðum degi þegar einkennin blossa upp :
Ég ákvað einn daginn að þvo bílinn og hélt áleiðis að bílskúrnum, en tók þá
eftir að bréf höfðu borist inn um lúguna. Ég tók bréfin og ákvað að fara í
gegnum póstinn áður en ég færi að þvo bílinn. Sorteraði póstinn og ákvað að
henda ruslpóstinum en tók þá eftir að ruslafatan var orðin full og lagði
því reikningana sem höfðu borist, frá mér á eldhúsborðið og ætlaði út með
ruslið, en ákvað þá að fara og borga þessa reikninga, fyrst ég yrði við
bílinn hvort eð er. Fór inn í herbergi til þess að ná í veskið og
bíllyklana en sá þá ný e-mail í tölvunni og ákvað að svara þeim strax svo
ég gleymdi því ekki. Ákvað að ná mér í kaffibolla fyrst. Á leið inn í
eldhús tók ég eftir því að blómið í borðstofunni var orðið heldur þurrt.
Hellti nýlöguðu kaffi í bolla og ákvað að vökva blómið áður en lengra væri
haldið. Náði í blómakönnuna og ætlaði að fylla hana með vatni þegar ég tók
eftir því að fjarstýringin af sjónvarpinu lá á eldhúsborðinu. Ákvað að fara
með hana á sinn stað í sjónvarpsherberginu fyrst, svo ég fyndi hana
örugglega um kvöldið þegar ég settist fyrir framan sjónvarpið að horfa á
uppáhaldsþáttinn "Sex in the City". Á leið í sjónvarpsholið rakst ég á
handklæði sem ég ætlaði að setja í þvottavélina sem beið full af þvotti.
Fór þangað og setti í vélina en fann þá gleraugun sem ég hafði verið að
leita að fyrr um morguninn. Lagði fjarstýringuna frá mér í þvottahúsinu og
fór með gleraugun inn í svefnherbergi þar sem ég ætlaði örugglega að finna
þau þegar ég færi í rúmið að lesa uppáhaldsbókina mína......ef ég finn
hana. Stoppaði í svefnherberginu þar sem dagurinn hófst og mundi ekki
lengur hvað ég ætlaði upphaflega að fara að gera !!! Í lok dags hafði ég
því hvorki þvegið bílinn né borgað reikningana, ekki vökvað blómin eða
þvegið þvottinn, ekki farið út með ruslið, heldur ekki svarað e-mailunum og
var auk þess búinn að týna fjarstýringunni, bíllyklunum og veskinu og
kaffið beið kalt á eldhúsborðinu. Ég skildi ekkert í þessu því ég hafði
verið á fullu allan daginn í ýmsum snúningum. Ég hef nú uppgötvað að þetta
er alvarlegt vandamál sem ég ætla að leita mér hjálpar við. Þessi sjúkdómur
kallast á fagmáli AAADD eða "Age Activated Attention Deficit Disorder", á
íslensku "Aldurstengdur athyglisbrestur".
Fullorðins athyglisbrestur:
Ég hef á seinni árum verið plöguð af alvarlegum sjúkdómi sem nýlega hefur
fundist greining á, en engin lækning við, enn sem komið er. Eftirfarandi er
lýsing á dæmigerðum degi þegar einkennin blossa upp :
Ég ákvað einn daginn að þvo bílinn og hélt áleiðis að bílskúrnum, en tók þá
eftir að bréf höfðu borist inn um lúguna. Ég tók bréfin og ákvað að fara í
gegnum póstinn áður en ég færi að þvo bílinn. Sorteraði póstinn og ákvað að
henda ruslpóstinum en tók þá eftir að ruslafatan var orðin full og lagði
því reikningana sem höfðu borist, frá mér á eldhúsborðið og ætlaði út með
ruslið, en ákvað þá að fara og borga þessa reikninga, fyrst ég yrði við
bílinn hvort eð er. Fór inn í herbergi til þess að ná í veskið og
bíllyklana en sá þá ný e-mail í tölvunni og ákvað að svara þeim strax svo
ég gleymdi því ekki. Ákvað að ná mér í kaffibolla fyrst. Á leið inn í
eldhús tók ég eftir því að blómið í borðstofunni var orðið heldur þurrt.
Hellti nýlöguðu kaffi í bolla og ákvað að vökva blómið áður en lengra væri
haldið. Náði í blómakönnuna og ætlaði að fylla hana með vatni þegar ég tók
eftir því að fjarstýringin af sjónvarpinu lá á eldhúsborðinu. Ákvað að fara
með hana á sinn stað í sjónvarpsherberginu fyrst, svo ég fyndi hana
örugglega um kvöldið þegar ég settist fyrir framan sjónvarpið að horfa á
uppáhaldsþáttinn "Sex in the City". Á leið í sjónvarpsholið rakst ég á
handklæði sem ég ætlaði að setja í þvottavélina sem beið full af þvotti.
Fór þangað og setti í vélina en fann þá gleraugun sem ég hafði verið að
leita að fyrr um morguninn. Lagði fjarstýringuna frá mér í þvottahúsinu og
fór með gleraugun inn í svefnherbergi þar sem ég ætlaði örugglega að finna
þau þegar ég færi í rúmið að lesa uppáhaldsbókina mína......ef ég finn
hana. Stoppaði í svefnherberginu þar sem dagurinn hófst og mundi ekki
lengur hvað ég ætlaði upphaflega að fara að gera !!! Í lok dags hafði ég
því hvorki þvegið bílinn né borgað reikningana, ekki vökvað blómin eða
þvegið þvottinn, ekki farið út með ruslið, heldur ekki svarað e-mailunum og
var auk þess búinn að týna fjarstýringunni, bíllyklunum og veskinu og
kaffið beið kalt á eldhúsborðinu. Ég skildi ekkert í þessu því ég hafði
verið á fullu allan daginn í ýmsum snúningum. Ég hef nú uppgötvað að þetta
er alvarlegt vandamál sem ég ætla að leita mér hjálpar við. Þessi sjúkdómur
kallast á fagmáli AAADD eða "Age Activated Attention Deficit Disorder", á
íslensku "Aldurstengdur athyglisbrestur".
föstudagur, mars 07, 2003
Nú er þetta nokkurn veginn komið á legg hjá mér. Engir íslenskir stafir í linkunum þó. Þá er bara að vona að ég hafi einhvern tíma til að setjast niður og koma hugsunum og bulli frá mér á milli þess sem ég gef, skipti á og leik við litlu stelpuna mína. Góðar stundir við að skoða þetta samsull tætingslegra hugsana minna!!