Hildur, Letidýrið sjálft!

Ruglið mitt á netinu sem enginn nennir að lesa. Hmmm... eða hvað??

föstudagur, mars 21, 2003

Þetta var ég að prófa frá blogginu hennar Sillu. Ég held að þetta geti alveg verið. Ég drekk ekki einu sinni kaffi!!

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Svart te!
.. þótt það hljómi furðulega.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?

þriðjudagur, mars 18, 2003

Ég var að horfa á þátt Opruh (ruglaðann) og þar var verið að tala um þáttinn/myndina sem Martin Bashir gerði um Michael Jackson. Ýmislegt kom nú þar fram sem ég nenni ekki að fara útí, en einn punktur frá einni konu vakti athygli mína. Það er hvernig fjölmiðlar snúa útúr öllu og gera mikið úr öllu sem fræga fólkið gerir. Ég segi nú bara greyið fræga fólkið að þurfa að díla við þetta. Það eru ljósmyndarar að taka myndir af þér á ströndinni, í matvörubúðinni, heima hjá þér og í raun hvar sem þú kemur. Og svo á fólk að hneykslast á þessu! Eins og t.d. myndir af einhverjum frægum með poka frá skyndibitastað, hvað er fréttnæmt við það??? Má frægt fólk ekki borða skyndibitamat? Þessi og hinn (aðallega konur) líta svona út í baðfötum. Mér finnst að fólk eigi að klæða sig alveg nákvæmlega eins og það er sátt við. Á allt frægt fólk að vera með fullkomna, lýtalausa líkama? Fólk yfirhöfuð er ekki svona, frægt fólk er engin undantekning. Svo eru það nú hjónaböndin sem virðast endast stutt á flestum bæjum í Hollywood, er það ekki þeirra eigin mál hverjum það er gift og ekki gift? Kommon, annað eins hefur nú gerst hjá venjulegu fólki. Það mætti halda að fjölmiðlar ætluðust til þess að frægt fólk væri skírlíft, bindindisfólk og grænmetisætur!!