Hildur, Letidýrið sjálft!

Ruglið mitt á netinu sem enginn nennir að lesa. Hmmm... eða hvað??

laugardagur, júlí 19, 2003

Litla fjölskyldan tók sér bíltúr í dag. Ferðinni var heitið í Hvalfjörðinn í sumarbústað annarrar ömmunnar. Þar beið okkar þetta fína veður og nutum við veðurblíðunnar í smá stund áður en haldið var í heimferð aftur. Makalaust hvað það er búið að vera gott veður og klakanum undanfarna daga. Vonandi er þetta eitthvað sem heldur sér næstu sumur.

miðvikudagur, júlí 16, 2003

Jæja, nýjasti leikurinn minn er Crypt Raider. Hann er frábær!! Fyrst byrjaði ég á Acno's Energizer, en þar eru 35 borð. Svo fann ég Aqua Energizer, en þar eru bara 10 borð, þá á ég við frítt. En Crypt Raider er með 100 frí borð!!! Þetta er alveg frábær leikur. Ég er búin með öll borðin og nú þyrstir mig í meira. Að sjálfsögðu skrifaði ég niður alla kódana að öllum borðunum, en erfiðast fannst mér borð 91. Linkurinn er líka hérna til hliðar. Ef þig vantar einhverja kóda, láttu mig þá bara vita, ég set þá kannski hérna inn einhvern daginn.
Jæja, þá er langþráður laptop kominn í hús. Við hjónin biður svo sem ekki lengi eftir honum, en mikil var eftirvæntingin engu að síður! Fyrst var maðurinn búinn að skoða laptopa útum allan heim í margar vikur, og loks sættist hann á einn sem var svo pantaður. Biðin hófst og nú tæpum tveimur vikum síðar er hann kominn!! Þegar heimavinnandi húsmæður í Hafnarfirði ætla að setjast á skólabekk dugar ekkert minna en fínasti laptop til að þyngja skólatöskuna á ferðinni í skólann. Nú vantar lítið uppá til að við hjónin munum aldrei sjást lengur. Þegar lengri netkapall er kominn (já, eða þráðlaust net), þá munum við sitja í sitthvoru herberginu dögum saman og sjálfsagt aðeins ræða saman á MSN messenger. En so be it! Er þetta ekki það sem koma skal? Kannski förum við að reyna fyrir okkur í öðrum leiðum til að nálgast hvort annað, tíhíhí.

þriðjudagur, júlí 15, 2003

Núna er langt síðan ég skrifaði hér síðast. Alltof mikið að gerast undanfarið. Og hvað getur svo verið mikið að gerast hjá heimavinnandi húsmóður með 1 barn? Jú, brása netið, hugsa um barnið og þrífa húsið (í þessari röð?!). Nú þegar hausta fer, verður stefna húsmóðurinnar tekin í átt að Reykjavík, þar sem ég mun setjast aftur á skólabekk. Kennari skal það vera, heillin! Hvað fær fólk til þess að fara útí þetta nám? Það er stóra spurningin, ég er að biðja um að fá að hugsa um annarra manna börn heilu og hálfu dagana! En eitthvað hlýtur þetta að heilla fólk, því aldrei hefur ásóknin í námið verið jafn mikil og vísa þurfti, að mig minnir, 2/3 umsækjenda frá! Jæja, þá er bara að vona að námið gangi vel og snuðrulaust fyrir sig, því innan skamms verð ég komin til að hrella yngri kynslóð landsins!!!!
Jæja, ekki leiðum að líkjast:


You're Nicole Kidman....you're tall, sexy and you
never let anyone make you feel bad...and no one
knows about your secret anger side...Rock on!


What actress are you?
brought to you by Quizilla