Hildur, Letidýrið sjálft!

Ruglið mitt á netinu sem enginn nennir að lesa. Hmmm... eða hvað??

sunnudagur, september 07, 2003

Jæja, þá er alvara lífsins byrjuð. Fyrsti skóladagurinn kominn og farinn og fyrsta vakt í Þjóðleikhúsinu þennan veturinn er liðin. Nú finnst mér ég horfin aftur til menntaskólaáranna. Komin í skóla og farin að vinna í sælgætinu í Þjóðl.húsinu aftur!! Helsti munurinn núna er sá að ég hef brennandi áhuga á náminu og er orðin ein af þeim eldri sem starfa sem sætavísa landsmanna. Að vísu eru nokkrar sem virðast ekki ætla að hætta, þó aldur segi að þær skuli gera það skv. lögum. Fólk virðist festast við þetta hús ef það á annað borð kemur þar inn fyrir dyr. Enda er ég komin aftur, vann þar í 7 ár og strax eru liðin 4 ár síðan ég hætti!! OMG hvað tíminn líður hratt!