Hildur, Letidýrið sjálft!

Ruglið mitt á netinu sem enginn nennir að lesa. Hmmm... eða hvað??

þriðjudagur, október 07, 2003

Jæja, þá er skólinn kominn vel á veg og fyrstu prófin að byrja. Á morgun byrjar ballið, próf í þroskasálfræði. Hver getur trúað því að önnin sé næstum hálfnuð? Ég er bara rétt að byrja!! Var í íslensku fyrirlestri, stílfræðin var það. Ætli þeir séu ekki að reyna að berja inn í okkur að vera frumleg svo þeim leiðist ekki um of að lesa um 200 ritgerðir næstu daga?? Jæja, ætli það sé ekki best að halda áfram, því lítið annað kemst að þessa dagana annað en lærdómurinn.... Læra, læra, læra!