Hildur, Letidýrið sjálft!

Ruglið mitt á netinu sem enginn nennir að lesa. Hmmm... eða hvað??

miðvikudagur, desember 03, 2003

Úff, nú er langt síðan ég skrifaði síðast. Kannski bara of mikið að gerast, en samt ekki neitt. Ég er bara búin að vera á fullu að vinna í skólasíðunni minni, http://nemendur.khi.is hún er komin á ágætt skrið. Ég þyrfti nú endilega að koma einhverju jólalegu þar fyrir. Nokkrar myndir af mér á djamminu hér, þessi mynd og næsta. Svo er alla vega ein góð af Júlíu, Ernu og Bertu (og ég hálf), hér eftir bekkjarpartýið hjá Lovísu. Svo eru reyndar líka myndir á síðunni hennar Bertu úr partýinu, alltaf gaman að skoða myndir!