Hildur, Letidýrið sjálft!

Ruglið mitt á netinu sem enginn nennir að lesa. Hmmm... eða hvað??

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Halldóra kemur...

...eftir aðeins 24 daga!!!! Mikið sakna ég hennar rosalega, það verður gott að enduheimta vinkonuna heim aftur.

mánudagur, júlí 12, 2004

Mæli með...

Woody Allen stand uppi. Var að hlusta á það í bílnum áðan og hann er mjög góður. Lúmskir brandararnir sem hitta beint í mark.
Hí hí hí

Leiddist inn á kvikmynd.is og fann þar þetta gamla góða brillíant kattavideo. Gæti alveg dáið úr hlátri yfir sumum!
..::Utanlandsferð::..

Þá erum við hjónin búin að bóka okkur ferð til stórborgarinnar London. Hvorugt okkar hefur stigið fæti í þá ágætu borg áður, en einhvern tímann er allt fyrst. Næsta verkefni er að finna verðugt hótel, en ektamaður minn vill ekki leggja lag sitt við hvaða hótel sem er. Áætluð brottför er í lok ágúst, svo við höfum smá tíma til að hugsa okkur um og leita að hóteli.