Hildur, Letidýrið sjálft!

Ruglið mitt á netinu sem enginn nennir að lesa. Hmmm... eða hvað??

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Vá, hvað okkur varð eitthvað mikið úr verki í gær. Ég var að vinna til hádegis og kom þá heim. Á meðan yndisleg dóttir okkar lagði sig, tókum við íbúðina í gegn. Skúruðum gólfin, ég tók skápa inni í þvottahúsi í gegn og inni á baði líka. Svo þegar hún vaknaði kíktum við í húsgagnabúðarúnt. Við vorum að leita okkur að nýrri óhreinatauskörfu inná baðið. Ekki skilaði ferðin neinni slíkri körfu, en við komum heim með verðlista yfir rúm. Nú er mig farið að langa í nýtt rúm og ný svefnherbergishúsgögn. Vonandi verður nýtt rúm á innkaupalistanum, þó hin húsgögnin bíði betri tíma.