Hildur, Letidýrið sjálft!

Ruglið mitt á netinu sem enginn nennir að lesa. Hmmm... eða hvað??

fimmtudagur, maí 08, 2008

Fer ekki neitt

Það er víst eitthvað óvíst hvert fjölskyldan stefnir í framtíðinni. Þar sem byggingarlóðinni margrómuðu var skilað. Fyrir vikið er meira sparifé í bankanum og óvissa að drepa húsmóðurina. Ætli ég haldist ekki áfram tveggja barna húsmóðir í Hafnarfirði, þó annað hverfi innan bæjarins verði fyrir valinu?

Eitt hús í deiglunni, kemur í ljós vonandi fljótlega eftir helgi hvort við flytjum í sumar!